14. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, mánudaginn 10. apríl 2017 kl. 15:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 15:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 15:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 15:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:06
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir Ástu Guðrúnu Helgadóttur (ÁstaH), kl. 15:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 15:06
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:06

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Teitur Björn Einarsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1763. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Staða mála í Sýrlandi Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Borgar Þór Einarsson, Jörundur Valtýsson, María Mjöll Jónsdóttir og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.

Dreift var minnisblaðinu „Sýrland og aðgerðir Bandaríkjanna 7. apríl 2017".

Utanríkisráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Umfjöllun fundarins og minnisblaðið voru bundin trúnaði sbr. 24. gr. þingskapa Alþingis.

2) Önnur mál Kl. 16:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15